Upplifun grunnskólakennara af eigin velfarnaði út frá PERMA
##doi.readerDisplayName##:
https://doi.org/10.24270/netla.2022.19Lykilorð:
velfarnaður grunnskólakennara, jákvæð sálfræði, PERMA, starfshæfniÚtdráttur
Í þessari grein er sjónum beint að velfarnaði (e. well-being) grunnskólakennara. Velfarnaður er ekki eingöngu mikilvægur fyrir kennara sjálfa heldur hefur hann einnig áhrif á líðan nemenda og velgengni þeirra í námi. Markmiðið með rannsókninni var að öðlast aukinn skilning á velfarnaði grunnskólakennara með því að skoða hversu vel PERMA-velfarnaðarkenning Seligman nær yfir velfarnað kennara sem meta sig hamingjusama í lífi og starfi. PERMA-velfarnaðarkenningin skilgreinir fimm þætti sem nauðsynlegir eru til að upplifa velfarnað en þeir eru: Jákvæðar tilfinningar, áhugi og innlifun, félagsleg tengsl, lífstilgangur og árangur. Tekin voru hálfopin viðtöl við átta starfandi grunnskólakennara og þeir spurðir út í velfarnaðarþætti PERMA auk opinna spurninga um velfarnað sinn. Viðtölin voru þemagreind, bæði með afleiðslu, þar sem svör þátttakenda voru mátuð við PERMA-þættina, og aðleiðslu, þar sem leitað var eftir öðrum sameiginlegum þemum. Viðtölin vörpuðu ljósi á hvernig PERMA-þættirnir birtust hjá kennurunum. Upplifun jákvæðra tilfinninga var áberandi og er sá þáttur sem er gagnvirkur við alla hina þættina. Þátttakendur upplifðu áhuga og innlifun í starfinu og félagsleg tengsl þeirra eru góð. Starfið rímar við lífstilgang þeirra og þeim þykir mikilvægt að upplifa árangur í því. Aðrir þættir utan PERMA sem komu fram voru sjálfsþekking og lífsorka og voru þeir nokkuð áberandi í velfarnaði þátttakenda. Niðurstöður sýndu að PERMA nær ekki fyllilega að fanga þá þætti sem viðmælendur telja mikilvæga fyrir velfarnað sinn þó kenningin geti verið gagnlegur rammi til að varpa ljósi á þá einstaklingsbundnu og félagslegu þætti sem stuðla að velfarnaði. Mikilvægt er að kennarar fái tækifæri til að auka þekkingu sína og getu til að huga að eigin velfarnaði. Einnig geta niðurstöðurnar gefið vísbendingar fyrir stjórnendur og stefnumótandi aðila um hvernig megi skapa starfsaðstæður þar sem hlúð er markvisst að velfarnaði kennara og hugsanlega draga úr brotthvarfi úr kennarastéttinni.##plugins.themes.default.displayStats.downloads##
##plugins.themes.default.displayStats.noStats##