„Skemmtilegasta kennslan er þegar einhver svona ,aksjón' er í gangi“

Eyrún Óskarsdóttir grunnskólakennari

Höfundar

##doi.readerDisplayName##:

https://doi.org/10.24270/serritnetla.2023.2

Lykilorð:

skapandi kennslufræði, frásagnarrýni, grunnskólakennsla

Útdráttur

Sköpun er einn af sex grunnþáttum menntunar hér á landi og hefur þeirri hæfni verið ætlað aukið rými í skólastarfi á undanförnum árum. Tilgangur rannsóknarinnar var að öðlast skilning á hvað einkennir skapandi kennslufræði. Leitað var svara við spurningunni um hvað megi læra um skapandi kennslufræði af grunnskólakennaranum Eyrúnu Óskarsdóttur. Eyrún hefur starfað í ólíkum skólum á ýmsum stöðum á landinu, allt frá fámennum sveitaskóla upp í einn af fjölmennustu skólum höfuðborgarsvæðisins. Sérsvið hennar er myndmennt en hana hefur hún sjaldnast kennt eingöngu heldur hefur hún oftast verið í almennri kennslu og þá aðallega á yngsta stigi eða miðstigi grunnskólans. Eyrún er systir mín og ég hef fylgst með henni og dáðst að sköpunarkrafti hennar frá því að ég man eftir mér.

Við rannsóknina var beitt frásagnarrýni og gögnin samanstanda af viðtölum og samskiptum okkar, dagbókum Eyrúnar og rituðum frásögnum hennar úr starfi. Niðurstöður leiða í ljós að það sem einkennir kennslufræði Eyrúnar er áhersla á gleði og sköpun sem ferli frekar en sem lokaafurð. Hún leitast við að vera skapandi og nýta fjölbreyttar aðferðir í kennslu til að gera námið áhugaverðara og ánægjulegra fyrir nemendur. Eyrún nýtir þemanám, samþættingu og tengingu við umhverfið eða reynsluheim nemenda til að efla virka þátttöku þeirra í námi.

##plugins.themes.default.displayStats.downloads##

##plugins.themes.default.displayStats.noStats##

Um höfund (biography)

  • Edda Óskarsdóttir, Háskóli Íslands - Menntavísindasvið

    Edda Óskarsdóttir (eddao@hi.is) er dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hún lauk meistaraprófi í sérkennslu frá Háskólanum í Oregon 1993 og doktorsprófi frá Háskóla Íslands 2017. Hún hefur 20 ára starfsreynslu við grunnskóla sem kennari, sérkennari og deildarstjóri stoðþjónustu. Enn fremur hefur hún starfað sem rannsakandi hjá Evrópumiðstöð skóla án aðgreiningar og sérkennslu. Rannsóknarsvið hennar er einkum inngildandi menntun og í tengslum við það kennaramenntun, starfsþróun kennara ásamt stefnumótun og þróun skólastarfs sem stuðlar að menntun fyrir alla.

Niðurhal

Útgefið

2023-12-31

Mest lesnu greinar eftir sama höfund(a)