Áskoranir foreldra og leiðir þeirra til að efla seiglu og farsæld barna og ungmenna

Eigindleg rannsókn

Höfundar

##doi.readerDisplayName##:

https://doi.org/10.24270/netla.2024/17

Lykilorð:

uppalendur, uppeldishættir, seigla, farsæld, börn og unglingar

Útdráttur

Uppalendur gegna veigamiklu hlutverki í lífi barna sinna. Í hinum vestræna heimi hefur aukin atvinnuþátttaka og lífsgæðakapphlaup skapað álag á fjölskyldur. Þrátt fyrir rannsóknir sem bent hafa á uppeldisaðferðir sem séu best til þess fallnar að styðja við seiglu og farsæld barna, þá upplifa margir foreldrar vanmátt, óöryggi og kvíða gagnvart hvernig best sé að hlúa að börnum sínum. Á sama tíma sýna rannsóknarniðurstöður vaxandi vanlíðan og hegðunarvanda barna. Í þessari eigindlegu rannsókn voru tekin viðtöl við fjórar mæður og fjóra feður sem hafa reynslu af uppeldi eigin barna og starfi með börnum. Markmiðið var að kanna sýn þeirra á megináskoranir í uppeldi samtímans og leiðir til að efla markvisst seiglu og farsæld barna. Í niðurstöðum kom fram að ein helsta áskorun foreldra samtímans fælist í að halda of mörgum boltum á lofti samtímis, sem drægi úr samveru og dýpri samræðum þar sem hlúð væri að félags- og tilfinningalæsi barna. Þá einkenndist nútímauppeldi af litlum mörkum og að foreldrar forðuðust að leiðbeina um þroskaða hegðun og farsælar lausnir, meðal annars í samskiptum. Mikil samfélagsmiðlanotkun barna og fullorðinna væri jafnframt til þess fallin að draga úr félagslegum samskiptum innan heimilisins og minnka tengsl barna og virkni utan skjásins. Bent var á nokkrar lykilleiðir til að styðja við uppalendur með það markmið að auka seiglu og farsæld barna. Auka þyrfti uppeldisfræðslu og markvissan stuðning fagfólks við foreldra, meðal annars við að greina og rækta styrkleika barna og styðja við seiglu þeirra og getu til að mæta áskorunum daglegs lífs. Stuðningsnet væri foreldrum einnig mikilvægt til að styðja við velferð barna í erli dagsins. Rannsóknin er þáttur í að greina áskoranir í uppeldi samtímans í ljósi breyttra samfélagshátta og leiðir sem mikilvægt er að leggja áherslu á til að styrkja mikilvæga farsældarþætti barna og ungmenna.

 

 

Um höfund (biographies)

  • Rósa Aðalsteinsdóttir

    Rósa Aðalsteinsdóttir (rosa@prosess.is) lauk MA-gráðu í uppeldis- og menntunarfræði frá Háskóla Íslands (HÍ) (2023) og diplómagráðu á meistarastigi í jákvæðri sálfræði frá Endurmenntun HÍ árið 2020. Hún lauk MBA-gráðu í viðskiptafræði frá HÍ (2009) og B.Ed.-gráðu í kennslufræði einnig frá HÍ (1997). Þá er hún einnig með diplómagráðu í stjórnun og gæðastjórnun frá Háskólanum á Akureyri (2005).

  • Ragný Þóra Guðjohnsen, Háskóli Íslands - Menntavísindasvið

    Ragný Þóra Guðjohnsen (ragny@hi.is) er dósnt í uppeldis- og menntunarfræð Menntavísindasvið (MVS) HÍ. Hún lauk doktorprófi í menntunarfræðum (2016) MAgráðu í uppeldis- og menntunarfræði (2009) ogembættisprófi í lögf HÍ. Hún lauk einnig viðbótardplómu í kennslufræði háskóla frá HÍ hennar snúa einkum að áhættuhegðun og velferð barna og ungmenna, borgaravitund borgaralegri þátttöku ungmenna og kennslufræði háskóla.

  • Lóa Guðrún Gísladóttir, Háskóli Íslands - Menntavísindasvið

    Lóa Guðrún Gísladóttir (lgg@hi.is) er doktorsnemi og aðjunkt í uppeldis- og menntunarfræði og foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf við MVS HÍ. Hún lauk MA-gráðu í uppeldis- og menntunarfræði (2018) og bætti við sig foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf frá HÍ (2021). Hún lauk B.Sc. gráðu í íþróttafræðum (2016) frá Háskólanum í Reykjavík. Hennar rannsóknir snúa einkum að foreldrafræðslu, velferð barna og ungmenna, kynheilbrigði ungmenna og háskólakennslu.

Niðurhal

Útgefið

2024-12-16

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar

Mest lesnu greinar eftir sama höfund(a)