„Þetta snýst auðvitað alltaf um að búa til kúltúrinn“

Þátttaka foreldra í foreldrafræðslu í leik- og grunnskólum

Höfundar

##doi.readerDisplayName##:

https://doi.org/10.24270/netla.2025/1

Lykilorð:

foreldrafræðsla, foreldrahlutverkið, uppeldi, samstarf heimilis og skóla

Útdráttur

Greinin fjallar um mikilvægi foreldrafræðslu í leik- og grunnskólum og hvernig slík fræðsla getur styrkt foreldra í uppeldishlutverki sínu, aukið farsæld barna og stuðlað að betri tengslum milli skóla og heimila. Rannsóknin byggir á þróunarverkefninu Föruneyti barna, sem var unnið í samstarfi við leik- og grunnskóla og skólaþjónustu sveitarfélaga. Markmið rannsóknarinnar var að kanna sýn kennara og starfsfólks skólaþjónustu til foreldrafræðslu og kortleggja raunhæfar leiðir til að stuðla að þátttöku foreldra. Rannsóknin sýnir að foreldrar þurfa að hafa hvatningu og tækifæri til að sækja fræðslunámskeið. Þátttakendur bentu á að námskeið sem haldin væru á dagvinnutíma eða með stuðningi vinnustaða væru líklegri til að ná til fleiri foreldra. Mikil áhersla var lögð á að nýta leik- og grunnskóla sem vettvang fyrir foreldrafræðslu, þar sem skólar eru í lykilstöðu til að ná til foreldra. Niðurstöður benda til þess að markviss foreldrafræðsla geti orðið að eðlilegum hluta foreldrahlutverksins, ef hún er skipulögð sem hluti af skólastarfi og kynnt með jákvæðum hætti. Rætt var um mikilvægi persónulegrar nálgunar til að ná til foreldra, svo sem með símtölum og beinum samskiptum leiðbeinenda við foreldra til að auka þátttöku þeirra í foreldrafræðslu. Lagt er til að þróa þurfi nýja menningu þar sem foreldrafræðsla er sjálfsagður hluti af skólasamfélaginu. Með þessu má efla samstarf heimila og skóla, byggja upp traust og skapa samfélagslegar forsendur til að stuðla að farsælu uppeldi barna.

Um höfund (biographies)

  • Guðbjörg Fjóla Hannesdóttir

    Guðbjörg Fjóla Hannesdóttir (gfh4@hi.is) lauk BA-prófi í uppeldis- og menntunarfræði 2022 frá Háskóla Íslands og MA-prófi í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf 2024 frá sama skóla. Grein þessi er byggð á niðurstöðum meistaraverkefnisins.

  • Lóa Guðrún Gísladóttir, Háskóli Íslands - Menntavísindasvið

    Lóa Guðrún Gísladóttir (lgg@hi.is) er doktorsnemi og aðjunkt í uppeldis- og menntunarfræði og í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hún lauk B.Sc.-gráðu í íþróttafræðum frá Háskólanum í Reykjavík 2016 og MA-gráðu í uppeldis- og menntunarfræðum frá Háskóla Íslands 2018 og bætti við sig foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf 2021 við sama skóla. Rannsóknir hennar snúa að kynheilbrigði ungmenna, háskólakennslu, velferð barna og ungmenna, foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf.

  • Anna Magnea Hreinsdóttir, Háskóli Íslands - Menntavísindasvið

    Anna Magnea Hreinsdóttir (amh@hi.is) er lektor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hún var leikskólastjóri til margra ára, leikskólafulltrúi og fræðslustjóri. Hún hefur tekið þátt í fjölmörgum innlendum og alþjóðlegum rannsóknarverkefnum og veitt skólum ráðgjöf. Rannsóknir hennar tengjast forystu og stjórnun, námskrárgerð og innra mati leikskóla með áherslu á lýðræðislega starfshætti. Þá hefur hún lagt áherslu á sjónarmið og þátttöku barna í rannsóknum sínum. Hún er formaður Félags um menntarannsóknir.na í rannsóknum sínum. Hún er formaður Félags um menntarannsóknir.

Niðurhal

Útgefið

2025-02-15

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar

Mest lesnu greinar eftir sama höfund(a)

1 2 > >>