Staða hinsegin nemenda í grunnskólum Kópavogs

Viðhorf og ábyrgð skólastjórnenda

Höfundar

##doi.readerDisplayName##:

https://doi.org/10.24270/netla.2025/5

Lykilorð:

hinsegin nemendur, skólastjórnendur, hinsegin inngilding, bakslagið, grunnskólar

Útdráttur

Markmið þessarar rannsóknar er að skilja hvernig staða hinsegin nemenda er í grunnskólum í Kópavogi og hvernig námsumhverfi þeirra er háttað. Við skoðum hvað í umhverfi, skólamenningu og kennsluháttum er inngildandi fyrir hinsegin nemendur með áherslu á hinsegin fræðslu, birtingarmyndir bakslagsins gegn hinsegin fólki og kerfislæga þætti sem hvetja til eða standa í vegi fyrir að hinsegin nemendur standi jafnfætis öðrum nemendum. Niðurstöður gefa til kynna að skólastjórnendur í Kópavogi séu jákvæðir í garð hinsegin fólks og vilji gjarnan skapa jákvætt og öruggt skólaumhverfi fyrir hinsegin nemendur. Þó skortir stefnumörkun og verkferla hjá sveitarfélaginu í þessum efnum og skólarnir virðast ekki fá nægan faglegan stuðning til að taka á málinu með róttækum og markvissum hætti. Stjórnendur sjá því fáar leiðir færar til að takast á við andúð gagnvart hinsegin nemendum, sem er til staðar innan allra skólanna. Viðbrögð þeirra eru því gjarnan að einstaklingsgera samfélagslegan vanda með því að benda á nemendur og foreldra, oftast af erlendum uppruna, sem orsök hinsegin andúðar innan skólans. Lausnin verður því að laga þessi fáu „skemmdu epli“ í stað þess að skoða undirliggjandi viðhorf og kerfi sem jaðarsetja hinsegin nemendur. Skólastjórnendur eru í lykilstöðu til að bæta námsumhverfi hinsegin nemenda en niðurstöður benda þó til þess að menntayfirvöld sveitarfélagsins og hins opinbera þurfi að beita sér í ríkari mæli fyrir kerfislægum breytingum á skólavenjum og skólamenningu til að hægt sé að byggja upp hinseginvæna skóla.

Um höfund (biographies)

  • Íris Björk Eysteinsdóttir

    Íris Björk Eysteinsdóttir (iris.ey@kopavogur.is) er íþróttakennari, með B.A.-gráðu í blaðamennsku og ensku og M.Ed.-gráðu í menntastjórnun og matsfræðum. Íris hefur starfað í skólakerfinu í 25 ár og kennt á öllum skólastigum. Hún brennur fyrir menntamálum og þá sérstaklega skólaþróun, inngildingu og jöfnum tækifærum fyrir öll börn. Íris Björk er með UEFA-A þjálfaragráðu í knattspyrnu og kennir á þjálfaranámskeiðum KSÍ. Hún er aðstoðarskólastjóri í Hörðuvallaskóla í Kópavogi

  • Íris Ellenberger, Háskóli Íslands - Menntavísindasvið

    Íris Ellenberger (irisel@hi.is) er sagnfræðingur og dósent í samfélagsgreinum við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Meginrannsóknasvið hennar er náms- og starfsumhverfi hinsegin nemenda og kennara, kennsla samfélagsgreina með áherslu á hinsegin málefni og kynjafræði, hinsegin foreldrar, hinsegin fræði, hinsegin saga, kynjasaga og saga fólksflutninga. Hún kennir meðal annars hinsegin menntunarfræði og hefur unnið með skólum og fagfélögum kennara að hinsegin inngildingu í skólastarfi.

Niðurhal

Útgefið

2025-03-05

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar

Mest lesnu greinar eftir sama höfund(a)