Staða hinsegin nemenda í grunnskólum Kópavogs
Viðhorf og ábyrgð skólastjórnenda
##doi.readerDisplayName##:
https://doi.org/10.24270/netla.2025/5Lykilorð:
hinsegin nemendur, skólastjórnendur, hinsegin inngilding, bakslagið, grunnskólarÚtdráttur
Markmið þessarar rannsóknar er að skilja hvernig staða hinsegin nemenda er í grunnskólum í Kópavogi og hvernig námsumhverfi þeirra er háttað. Við skoðum hvað í umhverfi, skólamenningu og kennsluháttum er inngildandi fyrir hinsegin nemendur með áherslu á hinsegin fræðslu, birtingarmyndir bakslagsins gegn hinsegin fólki og kerfislæga þætti sem hvetja til eða standa í vegi fyrir að hinsegin nemendur standi jafnfætis öðrum nemendum. Niðurstöður gefa til kynna að skólastjórnendur í Kópavogi séu jákvæðir í garð hinsegin fólks og vilji gjarnan skapa jákvætt og öruggt skólaumhverfi fyrir hinsegin nemendur. Þó skortir stefnumörkun og verkferla hjá sveitarfélaginu í þessum efnum og skólarnir virðast ekki fá nægan faglegan stuðning til að taka á málinu með róttækum og markvissum hætti. Stjórnendur sjá því fáar leiðir færar til að takast á við andúð gagnvart hinsegin nemendum, sem er til staðar innan allra skólanna. Viðbrögð þeirra eru því gjarnan að einstaklingsgera samfélagslegan vanda með því að benda á nemendur og foreldra, oftast af erlendum uppruna, sem orsök hinsegin andúðar innan skólans. Lausnin verður því að laga þessi fáu „skemmdu epli“ í stað þess að skoða undirliggjandi viðhorf og kerfi sem jaðarsetja hinsegin nemendur. Skólastjórnendur eru í lykilstöðu til að bæta námsumhverfi hinsegin nemenda en niðurstöður benda þó til þess að menntayfirvöld sveitarfélagsins og hins opinbera þurfi að beita sér í ríkari mæli fyrir kerfislægum breytingum á skólavenjum og skólamenningu til að hægt sé að byggja upp hinseginvæna skóla.
Niðurhal
Útgefið
Tölublað
Kafli
Leyfi
Copyright (c) 2025 Íris Björk Eysteinsdóttir, Íris Ellenberger

Greinar í tímaritinu eru gefnar út undir leyfinu (Creative Commons Attribution 4.0 International License).