Skuldbinding leikskólakennara til vinnustaðar: Starfsandi í lykilhlutverki

Höfundar

  • Rakel Ýr Isaksen
  • Ingileif Ástvaldsdóttir Háskóli Íslands - Menntavísindasvið
  • Kristján Ketill Stefánsson University of Iceland - School of education https://orcid.org/0000-0001-8890-8483

##doi.readerDisplayName##:

https://doi.org/10.24270/netla.2023.4

Lykilorð:

starfsumhverfi leikskóla, hvataþættir, hollustuþættir, skuldbinding til vinnustaðar

Útdráttur

Lög um eitt leyfisbréf leik-, grunn- og framhaldsskólakennara tóku gildi þann 1. janúar 2020. Eftir gildistöku laganna flutti fjöldi leikskólakennara sig um set og hóf störf á grunnskólastigi. Markmið rannsóknarinnar var að bæta stöðu þekkingar og koma auga á vísbendingar um hvernig megi varðveita hæfni og sérþekkingu starfandi leikskólakennara. Rannsóknaraðferðin var megindleg, rýnt var í fyrirliggjandi gögn og þau greind með lýsandi tölfræði og fjölbreytuaðhvarfsgreiningu. Gagnasafnið samanstóð af svörum 1250 leikskólakennara við starfsmannakönnun Skólapúlsins fyrir leikskóla, sem svarað var vorin 2020 og 2021. Tvíþáttakenningin (e. Motivation hygiene theory) var lögð til grundvallar varðandi greiningu gagnanna. Tvær tilgátur voru prófaðar: 1. Leikskólakennarar sem upplifa sterka hvataþætti (t.d. góðan starfsanda) eru líklegir til að sýna skuldbindingu til vinnustaðar; 2. Leikskólakennarar sem upplifa slaka hollustuhætti (t.d. mikið vinnuálag) eru ólíklegir til að sýna skuldbindingu til vinnustaðar. Niðurstöður rannsóknarinnar bentu til að hvataþættirnir starfsandi, jákvæðar áskoranir í starfi og ræktun mannauðs væru í lykilhlutverki hvað varðar skuldbindingu leikskólakennara til vinnustaðarins. Niðurstöðurnar gáfu jafnframt til kynna að viðvarandi vinnuálag spilaði mikilvægt hlutverk í ótímabæru brotthvarfi leikskólakennara úr starfi. Brýnt virðist að styðja við hvatabundna þætti og draga úr neikvæðum hollustuþáttum í starfsumhverfi leikskóla.

Um höfund (biographies)

  • Rakel Ýr Isaksen
    Rakel Ýr Isaksen (rakelyr@kopavogur.is) lauk B.Ed.-námi frá Köbenhavns Pædagogseminarium í Danmörku árið 2004. Hún er starfandi aðstoðarleikskólastjóri og hefur frá brautskráningu starfað sem leikskólakennari og sérkennslustjóri í leikskóla. Rakel lauk M.Ed.-prófi í stjórnun menntastofnana frá Háskóla Íslands með framkvæmd ofangreindrar rannsóknar í júní 2022.
  • Ingileif Ástvaldsdóttir, Háskóli Íslands - Menntavísindasvið
    Ingileif Ástvaldsdóttir (ingilei@hi.is) er aðjúnkt á Menntavísindasviði Háskóla Íslands og verkefnisstjóri Menntafléttunnar. Hún lauk B.Ed.-prófi í grunnskólakennslu frá Kennaraháskóla Íslands árið 1999, M.Ed.-prófi í stjórnun menntastofnana árið 2009 frá Háskóla Íslands og Dipl.Ed. í notkun upplýsingatækni í námi og kennslu frá Háskólanum á Akureyri árið 2019.
  • Kristján Ketill Stefánsson, University of Iceland - School of education
    Dr. Kristján Ketill Stefánsson (kristjan@hi.is) er lektor í kennslufræði á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Kristján lauk doktorsprófi í menntunarfræðum frá Háskóla Íslands árið 2017. Hann útskrifaðist úr meistaranámi í kennslufræði frá Háskólanum í Ósló árið 2006 og hefur frá þeim tíma unnið að uppbyggingu upplýsingakerfis fyrir innra mat skóla sem nefnist Skólapúlsinn.

Niðurhal

Útgefið

2023-02-20

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar

Mest lesnu greinar eftir sama höfund(a)