Þróun tekjuskiptingarinnar á Íslandi 1992-2010
##plugins.pubIds.doi.readerDisplayName##:
https://doi.org/10.13177/irpa.a.2012.8.1.2Lykilorð:
Tekjuskipting, bóluhagkerfið, jöfnunaráhrif, skattar og bætur.Útdráttur
Í þessari grein fjöllum við um nýtt efni úr víðtækum rannsóknum á tekjuskiptingunni sem við höfum unnið að á síðustu árum og setjum það í samhengi við fyrri niðurstöður. Helstu nýmæli greinarinnar eru ný gögn og ítarleg sundurgreining áhrifavalda ójafnaðarþróunarinnar, fyrir og eftir hrun. Niðurstöður sýna að tekjuskiptingin varð ójafnari frá og með árinu 1995 og allt til 2007, eftir tímabil aukins jöfnuðar frá 1988 til 1993. Umfang breytinganna frá 1995 var óvenjumikið á alþjóðavísu. Aukning ójafnaðar er mest þegar allar tekjur eru meðtaldar (ráðstöfunartekjur eftir skatt) en einnig miklar þó fjármagnstekjum sé sleppt að hluta eða alveg. Atvinnutekjur urðu líka ójafnari, þótt í minna mæli væri. Skattastefnan jók umfang ójafnaðar með umtalsverðum hætti á tímabilinu fyrir hrun. Á árinu 2008 til 2010 snerist þróunin við og tekjuskiptingin varð aftur mun jafnari. Nýr samanburður á þróun ójafnaðar ráðstöfunartekna á Norðurlöndunum fimm frá 1995 til 2008 sýnir að ójöfnuður jókst umtalsvert í öllum löndunum, þó að mishratt væri og nokkrar sveiflur séu milli ára. Norrænu þjóðirnar voru með jöfnustu tekjuskiptinguna fyrir og eru áfram í hópi jafnari þjóða eftir aukninguna, enda hefur ójöfnuður aukist í fleiri OECD-ríkjum. Langmest var aukning ójafnaðar þó á Íslandi og fór hún langt fram úr aukningu ójafnaðar í hinum norrænu ríkjunum frá og með árinu 2001 og til 2007. Tilgátum þeirra, sem hafa fullyrt að tekjuskiptingin hafi lítið eða ekkert breyst, er hafnað. Engin ábyggileg gögn styðja þær.Niðurhal
Útgefið
15.06.2012
Tölublað
Kafli
Ritrýndar greinar
Leyfi
Útgefið efni tímaritsins er í opnum aðgangi samkvæmt skilmálum Creative Commons Attribution 4.0 License.