Alþingi og framkvæmdarvaldið
##doi.readerDisplayName##:
https://doi.org/10.13177/irpa.a.2017.13.1.3Lykilorð:
Alþingi, völd Alþingis, framkvæmdarvaldið, norræna módelið, dagskrá stjórnmála, fjármál ríkisins.Útdráttur
Samskipti og staða Alþingis gagnvart framkvæmdarvaldinu kemur oft til umræðu. Hér er rannsakað með eigindlegum aðferðum hvernig þingmenn og ráðherrar upplifa aðstöðu þessara þátta ríkisvaldsins við lagasetningu. Fram kemur að Alþingis hefur virkt neitunarvald. Það er hjá mismörgum aðilum eftir fjölda ríkisstjórnarflokka; hjá þingflokki ráðherrans, samstarfsflokki/samstarfsflokkum hans og hjá stjórnarandstöðunni. Allir beita þeir því valdi í einhverjum mæli eftir aðstæðum bæði fyrir og í þinglegri meðferð mála. Flestir viðmælendur telja sig meðvitaða um mikið vald Alþingis í lagasetningunni. Þingið ætti að geta aukið það enn frekar með upptöku norræna módelsins til fulls (samningalýðræði), sú breyting eykur líka samfélagsleg gæði; það getur líka bætt vinnubrögð stjórnkerfisins sem heildar við lagasetningu með breytingum á staðsetningu verkefna (fært þau fyrr í feril mála), sem ætti ekki að hafa áhrif á völd þess - og styrkt stöðu sína varðandi dagskrá mála.Niðurhal
Útgefið
23.08.2025
Tölublað
Kafli
Ritrýndar greinar
Leyfi
Copyright (c) 2017 Stjórnmál og stjórnsýsla

Greinar í tímaritinu eru gefnar út undir leyfinu (Creative Commons Attribution 4.0 International License).
Útgefið efni tímaritsins er í opnum aðgangi samkvæmt skilmálum Creative Commons Attribution 4.0 License.