Stefnugeta í íslenska stjórnkerfinu

Höfundar

  • Pétur Berg Matthíasson

##doi.readerDisplayName##:

https://doi.org/10.13177/irpa.a.2024.20.1.1

Lykilorð:

Stefnumótun; stefnugeta; opinber stjórnsýsla; hæfni; færni.

Útdráttur

Eftir fjármálahrunið kom berlega í ljós að stefnumótun og áætlanagerð hefði verið ábótavant í aðdraganda þess. Í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis (2010) og síðar í skýrslunni Samhent stjórnsýsla (2010) voru ýmsar hugmyndir reifaðar um hvernig styrkja mætti stefnugetu (e. policy capacity) innan Stjórnarráðsins. Ráðist var í umfangsmikla endurskoðun á skipulagi, verklagi og vinnubrögðum innan stjórnsýslunnar. Í þessari grein er gerð tilraun til að meta stefnugetu í ráðuneytum með hliðsjón af líkani sem þróað var af fræðimönnunum Wu, Ramesh og Howlett (2015). Unnið er með niðurstöður úr könnunum á vegum stefnuráðs Stjórnarráðsins yfir 6 ára tímabil, frá 2015-2021. Við mat á stefnugetu er stuðst við spurningar í könnununum sem höfðu sterka samsvörun við líkan Wu og félaga, er lutu að greiningarhæfni, samstarfi, stuðningi stjórnmálamanna, fjármögnun, samhæfingu þvert á aðrar stofnanir o.fl. Þegar framangreindir þættir eru skoðaðar með hliðsjón af líkaninu kemur í ljós að það er þó nokkur stefnugeta í kerfinu, sérstaklega greiningarhæfni en það eru áskoranir er snúa að framkvæmdaþættinum. Niðurstöður benda einnig til þess að gagnlegt geti verið að styðjast við líkön til að meta stefnugetu. Aftur á móti eru ýmsir annmarkar sem gera það að verkum að erfitt getur verið að fá heildarmat á stefnugetu innan Stjórnarráðsins.  

Um höfund (biography)

  • Pétur Berg Matthíasson

    Stjórnmála- og stjórnsýslufræðingur.

Niðurhal

Útgefið

20.06.2024

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar

Svipaðar greinar

1-10 af 252

Þú gætir nýtt þér Hefja ítarlega líkindaleit fyrir þessa grein.

Mest lesnu greinar eftir sama höfund(a)

1 2 > >>