Samkennsla tveggja námskeiða í staðlotu í leikskólafræðum

Starfendarannsókn í háskólakennslu

Höfundar

##doi.readerDisplayName##:

https://doi.org/10.24270/serritnetla.2023.19

Lykilorð:

háskólakennsla, kennaranemar, starfendarannsókn, leikskólafræði, samkennsla námskeiða

Útdráttur

Í greininni er fjallað um þróunarverkefni í háskólanámi þar sem fléttað var saman kennslu í tveimur námskeiðum í staðlotu. Námskeiðin tvö fjalla um kenningar um leik í leikskólakennslu og sköpun í leikskólastarfi og áherslan var á heilbrigði og velferð í öllum þáttum verkefna. Kennsluaðferðin sem beitt var í lotunni er leitar- og spurningamiðuð (e. inquiry-based learning, IBL), byggð á aðferð Susan Stacey (2019) og er sérsniðin að börnum að leikskólaaldri. Áhersla var lögð á markvissa ígrundun nema í gegnum vinnuna við verkefnin, fyrst í gegnum vinnu með sjálfsmynd og tilfinningar en síðar með því að máta við kenningar um sköpun (Malaguzzi, 1993;. Rinaldi, 2021; Vecchi, 2010) og kenningar um leik og leikumhverfi (Bandura, 1997; Bronfenbrenner, 1979). Gagna var aflað frá nemendum í formi verkefna þeirra, mati á hvernig til tókst og spurningakönnunum, en einnig með sameiginlegri ígrundun háskólakennaranna tveggja sem skrifuðu dagbækur, tóku vettvangsnótur og ljósmyndir. Niðurstöður sýna að aðferðin (IBL) skilaði árangri, nemar kunnu vel að meta áskorunina sem í vinnunni fólst og lærdóminn sem þeir tóku með sér úr staðlotunni. Kennsluaðferðin opnaði augu nema fyrir því hvernig sköpun tengist leik og hvernig margt í starfi leikskóla á rætur í kenningunum sem unnið var með en fram að þessu hafði nemum þótt erfitt að tengja þetta tvennt saman. Dregin er sú ályktun að samþætting verkefna í staðlotu hafi skilað árangri fyrir nema. Heilbrigði og velferð sem áhersla í verkefnum virkaði vel og var notadrjúg leið til að samþætta verkefnin í staðlotunni, ekki síst í að auka hæfni þeirra til að tengja fræði við starfið sem fram fer á vettvangi.

##plugins.themes.default.displayStats.downloads##

##plugins.themes.default.displayStats.noStats##

Um höfund (biographies)

  • Anna Elísa Hreiðarsdóttir, Háskólinn á Akureyri -Kennaradeild

    Anna Elísa Hreiðarsdóttir (annaelisa@unak.is) er lektor við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Rannsóknir hennar og þróunarverkefni snúa meðal annars að foreldrasamstarfi, jafnrétti, starfi með elstu börnum leikskólans og tölvum og tækni í leikskólastarfi þar sem skapandi starf og leikur er í fyrirrúmi.

  • Svava Björg Mörk, Háskólinn á Akureyri - Kennaradeild

    Svava Björg Mörk (mork@unak.is) er lektor í leikskólafræði við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Rannsóknir hennar hafa einkum fjallað um menntun og leiðsögn leikskólakennaranema, fagmennsku leikskólakennara, samstarf í leikskólakennaramenntun og lærdómssamfélag í leikskólum.

Niðurhal

Útgefið

2023-12-31

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar

Mest lesnu greinar eftir sama höfund(a)