Breytingar á rekstrarumhverfi leikskóla

Áhrif á velferð barna

Höfundar

##doi.readerDisplayName##:

https://doi.org/10.24270/netla.2025/10

Lykilorð:

rekstrarumhverfi leikskóla, leikskólastarf, leikskólabörn, velferð barna

Útdráttur

Undanfarin misseri hafa nokkur sveitarfélög lagst í breytingar á rekstrarfyrirkomulagi leikskóla. Leiðirnar eru ekki eins en markmiðið er í öllum tilvikum að bæta leikskólastarf og aðstæður barna og starfsfólks. Dæmi um breytingar er að bjóða upp á sex tíma gjaldfrjálsan leikskóla og skilgreina daga sem eru frídagar í grunnskóla sem skráningardaga sem greiða þarf sérstaklega fyrir.

Í greininni er fjallað um rannsókn sem fram fór í tveimur sveitarfélögum sem lagst hafa í fyrrnefndar breytingar, en þau eru Akureyri og Kópavogur. Tekin voru rýniviðtöl við skólastjórnendur og spurningakannanir sendar á skólastjórnendur, á deildarstjóra og á starfsfólk sem vinnur með börnum. Tilgangurinn var að skoða reynslu þeirra af breytingunum með áherslu á hvernig sveitarfélögunum tveimur hefur gengið að ná þeim markmiðum sem stefnt var að. Í greininni er unnið með þann hluta í niðurstöðum sem snýr að áhrifum breytinganna á skólastarfið og á velferð barna.

Niðurstöður sýna að misjafnt er milli skóla hvort, og þá hve mikið, skólatímum barna fækkar umfram sex gjaldfrjálsu tímana og nýting á skráningardögum er einnig mismunandi á milli skóla. Vinnutímastytting kemur ítrekað fyrir í gögnum og greinilegt að það hefur verið áskorun að mæta henni. Í þeim skólum þar sem skólatímum fækkaði, bæði utan gjaldfrjálsu tímanna og á skráningardögum, gengur betur að mæta vinnutímastyttingu starfsfólks og skólatímum þarf ekki að fækka mikið til að áhrifin verði greinanleg. Stöðugri mönnun hefur létt álagi af starfinu, meiri ró er yfir ákveðnum tímum dagsins og þá bjóðast fleiri gæðastundir í námi og leik. Fólk finnur mun á líðan barna og því hægt að segja að breytingar af þessum toga geti eflt velferð leikskólabarna.

Um höfund (biographies)

  • Anna Elísa Hreiðarsdóttir, Háskólinn á Akureyri - Kennaradeild

    Anna Elísa Hreiðarsdóttir (annaelisa@unak.is) er lektor við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Rannsóknir hennar og þróunarverkefni snúa meðal annars að foreldrasamstarfi, jafnrétti, starfi með elstu börnum leikskólans og tölvum og tækni í leikskólastarfi þar sem skapandi starf og leikur er í fyrirrúmi.

  • Svava Björg Mörk, Háskólinn á Akureyri - Kennaradeild

    Svava Björg Mörk (svavabm@hi.is) er lektor í stefnu- og stjórnunarfræðum menntastofnana við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar hafa einkum fjallað um menntun og leiðsögn kennaranema, fagmennsku leikskólakennara, samstarf í leikskólakennaramenntun og lærdómssamfélag leikskóla.

Niðurhal

Útgefið

2025-06-18

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar

Mest lesnu greinar eftir sama höfund(a)