Frá hlaupara til leiðtoga
Áhrif breytinga á starfsumhverfi og faglegt starf í leikskólum
##doi.readerDisplayName##:
https://doi.org/10.24270/netla.2025/8Lykilorð:
breytingar, faglegt starf, leiðtogi, leikskóli, lærdómssamfélag, bugunÚtdráttur
Gjaldfrjáls sex klukkustunda leikskóladvöl var innleidd í Akureyrarbæ og Kópavogsbæ í þeim tilgangi að bæta starfsumhverfi starfsmanna og þjónustu við börn. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna hvernig leikskólastjórar upplifðu og brugðust við innleiðingu sex klukkustunda gjaldfrjálsrar leikskóladvalar hjá bæjunum tveimur og hvaða áhrif breytingarnar höfðu á faglegt starf, stjórnunarhætti og innra starf leikskólanna. Sérstaklega var skoðað hvaða þættir höfðu mest áhrif á stjórnendur og hverjar væntingar þeirra væru til áframhaldandi þróunar. Tekin voru rýnihópaviðtöl við stjórnendur 17 leikskóla þar sem þeir miðluðu reynslu sinni og mati á breytingunum. Niðurstöður sýndu að breytingarnar höfðu í för með sér tækifæri sem birtust að mati stjórnenda í faglegu starfi. Færri börn síðdegis veittu starfsfólki svigrúm til að einblína á fagleg verkefni og undirbúning, sem leiddi til aukinnar fagmennsku og ánægju meðal starfsfólks. Þátttakendur lýstu áhyggjum af að ávinningurinn gæti verið skammvinnur nema stjórnsýslan styddi við faglegt starf og stöðugleika í starfsumhverfi. Gildi rannsóknarinnar felst í að varpa ljósi á hvernig stjórnendur geta unnið með kerfislægar breytingar á faglegan hátt. Hagnýtt gildi hennar felst í mikilvægi þess að skapa varanlegan stuðning við leikskólastjórnendur og starfsfólk með áherslu á mönnun, símenntun og skýra stefnu til að tryggja sjálfbærar umbætur í leikskólastarfi.
Niðurhal
Útgefið
Tölublað
Kafli
Leyfi
Copyright (c) 2025 Svava Björg Mörk, Anna Elísa Hreiðarsdóttir

Greinar í tímaritinu eru gefnar út undir leyfinu (Creative Commons Attribution 4.0 International License).