Hvers vegna tekur fólk með stutta formlega skólagöngu síður þátt í símenntun? Reynsla fullorðinsfræðara

Höfundar

  • Hróbjartur Árnason
  • Halla Valgeirsdóttir

Lykilorð:

nám fullorðinna, fullorðinsfræðsla, framhaldsfræðsla, símenntun, þátttaka, brotthvarf

Útdráttur

Frá því á sjöunda áratug síðustu aldar hafa margir rannsakað þátttöku í fullorðinsfræðslu. Sú staðreynd að fullorðnir nota frítíma sinn til að taka þátt í skipulögðu námi þótti það áhugaverð að hún varð að einu stærsta rannsóknarsviðinu sem sneri að námi fullorðinna. En þegar sú hugmynd að ævinám væri einn af drifkröftum hagkerfisins varð þátttaka í símenntun fljótlega talin skylda hvers vinnandi manns. Þar með urðu þeir sem taka ekki þátt áhugavert rannsóknarefni. Þetta á einkum við um þá hópa samfélagsins sem hafa litla formlega menntun og yfirvöld í vestrænum samfélögum hafa reynt að hvetja til náms á fullorðinsárum. Þessi grein bætir nýju sjónarhorni við þá mynd sem rannsóknir á þessu sviði hafa dregið upp. Hér er litast um af sjónarhóli fullorðinsfræðara;fólks sem vinnur með og á í reglulegum samskiptum við fólk sem ýmist stundar nám á fullorðinsárum eða lætur það vera. Í greininni birtum við niðurstöður megindlegrar rannsóknar byggðri á rýnihópaviðtölum við samtals 22 fullorðinsfræðara sem starfa við átta símenntunarmiðstöðvar á Íslandi. Rannsóknin staðfestir vissulega margt sem fyrri rannsóknir hafa leitt í ljós en mikilvægustu niðurstöðurnar liggja í þáttum sem hafa ekki áður komið fram á jafn skýran hátt: Viðmælendur okkar hafa orðið þess varir að margir þeirra sem taka síður þátt í skipulagðri fræðslu á fullorðinsárum tjá langvarandi löngun til að menntast en halda sig fjarri námskostum vegna óöryggis, vantrausts á eigin námsgetu og neikvæðrar reynslu úr skóla. Nýlegar rannsóknir byggðar á könnunum og viðtölum við þennan hóp mögulegra nemenda hafa leitt í ljós atriði eins og „hindranir“ og fullyrðingar þeirra, sem taka ekki þátt, í þá veru að námskeið og annað skipulagt nám mæti ekki þörfum þeirra og henti ekki við þeirra aðstæður. Okkar niðurstöður benda til þess að verulegur hluti þeirra sem taka síður þátt í símenntun á Islandi geri það líka vegna neikvæðrar reynslu af skóla og lakrar sjálfsmyndar. Þessar niðurstöður ættu að hvetja símenntunarmiðstöðvar til að hanna, skipuleggja og kynna tilboð sín með þær í huga og sníða fræðslutilboð að þörfum fólks sem treystir sér illa til að læra í formlegu skólaumhverfi.

##plugins.themes.default.displayStats.downloads##

##plugins.themes.default.displayStats.noStats##

Um höfund (biographies)

  • Hróbjartur Árnason
    Hróbjartur Árnason (hrobjartur@hi.is) er lektor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Rannsóknarog þróunarverkefni hans snúast meðal annars um notkun upplýsingatækni til að styðja við nám fullorðinna, lýðræðislegar og skapandi námsog kennsluaðferðir, kennaranám, fræðslu eldri borgara og mat á fræðslustarfi. Hann leiðir námsleið á meistarastigi um nám fullorðinna við Uppeldis og menntunarfræðideild.
  • Halla Valgeirsdóttir

    Halla Valgeirsdóttir (halla@frae.is) er sérfræðingur hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Helstu verkefni hennar tengjast námsskrárskrifum, hæfnigreiningum og íslenska hæfnirammanum. Halla hefur lokið M.Ed.-prófi í menntunarfræði með áherslu á fræðslustarf með fullorðnum frá Háskóla Íslands og BA-prófi í félagsfræði frá sama skóla. 

Niðurhal

Útgefið

2016-12-03

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar